Meðferðaraðilinn þinn

Árni Vignir Mathiesen Pálmason hefur síðustu þrjátíu ár lært ýmsar óhefðbundnar heilsumeðferðir. Þær helstu má nefna kínverska læknisfræði og nálastungur, ýmsar tegundir af heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Árni hefur verið skráður græðari hjá Bandalagi íslenskra græðara síðan 4. maí 2007. 

Nám Árna í kínverskri læknisfræði og nálastungum er eitt ár í Bretlandi og þrjú ár í Skóla hinna fjögurra árstíða. Árni er Reiki meistari og hefur auk þess lært Kristalheilun hjá Collin Kingshot, Theta heilun I og II hjá Vianna Stibal, Angelic Reiki hjá Christine Core í Bretlandi og Marconics I-IV í Bandaríkjunum. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð var lærð hjá Upledger á Íslandi og hefur Árni lokið CER-2 gráðu ásamt því að hafa þekkingu og reynslu af að vinna meðferðina í vatni. 

Árni er með virkt skyndihjálparskírteini frá Rauða krossi Íslands og sækir þar upprifjunarnámskeið.

Stofan

Lítil, björt og snyrtileg stofa í rólegu hverfi í Reykjavík. Á stofunni okkar er biðstofa með salerni. 

Biðstofa Nálar og heilsa