Fyrirvari og persónuvernd

Þessi fyrirvari gerir grein fyrir hvernig nalarogheilsa.is notar og varðveitir þær upplýsingar sem þú veitir nalarogheilsa.is þegar þú notar vefsíðuna.

Við hjá nalarogheilsa.is leggjum áherslu á að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna. Þær upplýsingar sem þú veitir okkur eru aðeins notaðar í þeim tilgangi sem við tilgreinum í þessum fyrirvara. Við áskyljum okkur rétt til þess að breyta þessum fyrirvara og er það gert með því að uppfæra þessa síðu. Þú ættir því að skoða þessa síðu annað slagið til þess að tryggja að þú sért ánægð/ur með hverjar þær breytingar sem gætu átt sér stað með áframhaldandi notkun á síðunni.

Þessi fyrirvari gildir frá 12.júní 2021

Persónuupplýsingarnar þínar

Upplýsingar sem við söfnum: Við gætum safnað einhverju af eftirfarandi upplýsingum: Nafn, tengiliðaupplýsingar m.a. símanúmer og netfang, aðrar upplýsingar í tengslum við tímabókanir og þjónustu.

Okkur er annt um friðhelgi þína og tryggjum að upplýsingarnar þínar séu öryggar. 

Hvað verður um upplýsingarnar sem við söfnum?

Við þurfum að safna vissum upplýsingum til þess að þekkja hverjar þínar þarfir eru og til að veita þér góða þjónustu, þá sérstaklega til þess að halda utan um bókhald og tímabókanir.

Við notum þær tengiliðaupplýsingar sem þú sendir okkur með fyrirspurnum til þess að svara fyrirspurninni og gætum haft samband við þig í kjölfar tímapantana til þess að getað veitt þér betri þjónustu, þá helst ef þú hefur ekki komið til okkar áður.

Við munum ekki selja, dreifa eða leigja persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila nema með leyfi frá þér eða ef þess er þörf á grundvelli lagaskyldu.

Þú getur óskað eftir að fá staðfestingu á hvort við vinnum með persónuupplýsingar um þig og ef svo er, að fá aðgang að þeim. Ef þú telur að við geymum rangar eða óáreiðanlegar upplýsingar um þig þá getur þú óskað eftir að þær séu lagfærðar. Vinsamlega hafðu þá samband við nalarogheilsa@nalarogheilsa.is 

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru litlar skrár, sem óska eftir samþykki fyrir að vera vistaðar á tölvu, eða í öðru snjalltæki þegar farið er inn á vefsíðuna. Þegar þú samþykkir vefkökur þá er skránum bætt við og vefkökur hjálpa m.a. við greiningu á umferð um vefinn. Vefkökur gera vefsíðum kleypt að greina þig frá öðrum og sérsníða vefinn að þínum áhugasviðum og þörfum.

Við notum ekki vefkökur að svo stöddu til þess að greina umferð um vefsíðuna.