Heilun
Til að jafna og styrkja orku líkamans. Hefur áhrif á andlega líðan og jafnar áruna. Hreinsar staðnaða orku og tilfinningar.
Algengar spurningar
Heilun er samheiti sem nær yfir margar heilunaraðferðir. Þannig stuðlar heilun að betri líkamlegri og andlegri líðan. Heilari er með hendurnar yfir líkamanum eða á honum eftir aðferð og stundum eru notaðir kristalar, steinar eða önnur verkfæri með. Orkan sem heilarinn miðlar er mismunandi eftir því hvaða orku hann vinnur með og hvaða aðferð. En markmiðið er alltaf það sama, að koma jafnvægi á orku líkamans og styrkja hann ásamt því að losa um orkustíflur og tilfinningar.
Heilunin sem Nálar og heilsa bíður uppá er snertilaus, nema í lokin þegar fætur eru snertir lauslega. Legið er á bakinu, í fötunum, á nuddbekk og slakað á með lokuð augun. Heilunarmeðferðin sjálf tekur um 25-30 mínútur. Orkunni er miðlað frá höndum í orkusvið og orkustöðvar líkamans og hefur það mjög róandi áhrif. Engin heilun er eins, en oftast losnar um tilfinningar og orkustíflur í árunni, hvort sem það finnst eða ekki. Áhrifin skila sér bæði sem andlega og líkamlega bætt líðan.
Fjarheilun er unnin frá stofunni. Engin takmörk eru fyrir vegalengdum í fjarheilun. Hægt er að vera hvar sem er ef til staðar er næði, hægt að koma sér vel fyrir liggjandi og hægt að slaka á. Leggjast þarf niður rétt áður en heilunin hefst. Heilunin hefur sömu áhrif og ef hún væri framkvæmd á nuddbekk á stofunni. Orkan kemst alltaf til skila.
Heimaheilun er framkvæmd í heimahúsi eða þar sem er aðstaða og næði. Hún er framkvæmd á nuddbekk, gólfi eða þar sem best er að liggja og vinnuaðstaðan er góð.
Það fer alveg eftir þeim sem þiggur heilunina. Orkan, sem við heilun er yfirfærð í orkusvið og orkustöðvar, virkar frá 3 dögum og allt upp í viku. Þetta fer allt eftir því hvernig hún er notuð. Ef orkan er lág fyrir meðferð, er auðveldara að finna fyrir aukinni orku eftir hana. Hægt er að nýta orkuna í daglegu lífi með aukinni athafnasemi, en annars mun hún hafa áhrif í líkamanum og hjálpa honum að heila sig að nýju.
Ef verið er að fást við gömul líkamleg eða andleg óþægindi getur þurft margar meðferðir en annars fáar. Hér skiptir miklu máli hversu hratt meðferðin hjálpar, hvort t.d. lifnaður sem veldur óþægindunum hættir eða hversu rótgróið vandamálið er.
Já, ef ekki tekst að slaka á í meðferðinni eða ekki er vilji til að taka á móti orkunni. Það hefur áhrif á meðferðina og dregur mikið úr henni eða stöðvar alveg. Best er að slaka alveg á meðan á heilunarmeðferð stendur. Við þær aðstæður fæst mest út úr heilunarmeðferðinni.