Heilunin sem Nálar og heilsa bíður uppá er snertilaus, nema í lokin þegar fætur eru snertir lauslega. Legið er á bakinu, í fötunum, á nuddbekk og slakað á með lokuð augun. Heilunarmeðferðin sjálf tekur um 25-30 mínútur. Orkunni er miðlað frá höndum í orkusvið og orkustöðvar líkamans og hefur það mjög róandi áhrif. Engin heilun er eins, en oftast losnar um tilfinningar og orkustíflur í árunni, hvort sem það finnst eða ekki. Áhrifin skila sér bæði sem andlega og líkamlega bætt líðan.
Fjarheilun er unnin frá stofunni. Engin takmörk eru fyrir vegalengdum í fjarheilun. Hægt er að vera hvar sem er ef til staðar er næði, hægt að koma sér vel fyrir liggjandi og hægt að slaka á. Leggjast þarf niður rétt áður en heilunin hefst. Heilunin hefur sömu áhrif og ef hún væri framkvæmd á nuddbekk á stofunni. Orkan kemst alltaf til skila.
Heimaheilun er framkvæmd í heimahúsi eða þar sem er aðstaða og næði. Hún er framkvæmd á nuddbekk, gólfi eða þar sem best er að liggja og vinnuaðstaðan er góð.