Í október fæddist hraustur strákur í fjölskylduna. Þegar meðgangan var komin eina og hálfa viku fram yfir settan fæðingardag var ákveðið að nota nálastungumeðferð til að hjálpa líkamanum að koma fæðingu af stað. Eftir rúman sólarhring voru komnir vægir samdráttaverkir og var barnið komið í heiminn rúmum sex klukkustundum seinna.
Ýmsar ástæður geta skapað seinkun á fæðingu eða erfiða fæðingu. Í Kínverskri læknisfræði eru nefndar m.a. tvær orsakir, annarsvegar skortur á Qi (orku) og Blood (blóði) og hinsvegar stöðnun á Qi og Blood. Stöðnun á Qi og Blood getur orsakast hjá móður meðal annars vegna spennu og ótta skömmu fyrir fæðingu.
Nálastungumeðferð eykur og stillir Qi orkuna í orkubrautunum ásamt því að losa um stöðnun og sjá til þess að Qi og Blood flæði óhindrað um líkamann. Þannig kemst betra jafnvægi á orku líkamans, sem hjálpar til við koma eðlilegri fæðingu af stað þegar líkaminn er tilbúinn.
Oft gefa læknar lyf til að koma fæðingu af stað vegna sérstakra ástæðna. Nálastungumeðferð er náttúrulegur valkostur til að styrkja og skapa jafnvægi í orku líkamans og undirbúa hann fyrir fæðingu. Líkaminn setur þá fæðinguna af stað sjálfur. Þessi leið gæti því hentað konum sem vilja fæða heima og eru komnar fram yfir settan fæðingardag.